Wednesday, October 3, 2007

Vá þetta er svo geðveikur fimmtudagur...úffff

Já ég er að fíla fimtudaginn á NASA í tættlur, Fyrsta bandið er svo sem búið að fá ágætis dóma og heitir Slow club og er frá uk. ég þekki þetta band ekki neitt en það borgar sig fyrr ykkur að sjá endirnn á þeim því að næsta band á eftir er geðveikt .

Það eru Best Fwends, þetta eru algjörir snillingar. þeir eru tveir vinir frá Austin, Texas. Ég hef verið að hlusta slatta á þessa stráka og hef geðveikt gaman af þeim......hér er speisið þeirra

Eins og ég sagði áður þá eru þeir frá Austin, Texas en ég hef orðið var við rosalega mikið af böndum undanfarið að koma þaðan ....þarna virðist skíturinn að vera gera sig. það eru til slatta af myndböndum með þeim, Mig langar samt að sýna ykkur þetta (sýnir svoldið karekter þeirra drengja......

Strax á eftir þeim er Retro Stefson, en þar á eftir er algjör perla líka. The Teenagers þetta er band frá frakklandi og bretlandi , þaug hafa spilað hér í Van og eru að spila geðveikt mikið, það er líka svoldið mikið BUZZZ um þaug hér og þar, nafnið kemur oft fyrir sem eitthvað nýtt og spennó. ég var með lag með þeim á myspace inu mínu... homecoming ýkt skemmtó. hér er speisið og hér er svo videoið við Homecoming.........

Á eftir þeim er svo annað gott band( shit þetta er svo gott kvöld ) en það er bandið Friendly Fires..... ég er ekki búin að hlusta eins mikið á þetta og hin tvö en það er tussu hressandi meðfylgjandi er speis

og myndband mjög skemtilegt

seinast band kvölsins er lika frá uk og er mjög vinsælt. ég bara þekki það ekki neitt sérstaklega vel, hér er speis ið þeirra

1 comment:

Egill said...

Já Reynar þú hafðir rétt fyrir þér, Fimmtudagurinn var geðveikur!!!

Við vorum á Nasa allt kvöldið nema ég fór í eftirpartý á gauknum og var að skríða heim um 3-4 leitið dauðadrukkin að reyna halda mér frá því að æla í leigubílnum á leiðini heim! Einn amríkani kom til mín og sagði að íslendingar væru nú ekkert svo miklir drykkju menn eftir allt, þeir væru nú bara eins og annað kvöld þegar kemur að því að meðhöndla áfengi. Þar kom náttúrulega upp víkingurinn í mínum og ákvað að sanna það fyrir þessum homma að það væri nú ekki rétt, þetta var jú bara fimmtudagskvöld og margir bara frekar "dannaðir", ég drakk s.s. amríkanan undir borðið í drykkjukeppni og á meðan henni stóð kom íslensk dama og slurkaði eins og hálfum lítra af bjór í sig fyrir framan nefið á honum á c.a. 5 sekúntum. Ég sagði við hann:

"there you see, that is what my mother did and her mother and her granmother and her grangran and so on, so we aint that normal drinkers after all".

Allavega NASA #1 Slow club frá UK mjög þægilegt og lágstefnt band sem við vorum alveg að fíla. Síðan voru það Best Fwends frá US og ég verð að segja að mér leið eins og ég væri að horfa á amrísku útgáfuna af dr. mista mr. handsome, þeir voru ekki fyndnir, ekki skemtilegir, ekki góðir. Andri sagði reyndar að þú hefðir fílað þá rétt eins og hann gerði sjálfur, en fyrir mér voru þeir í sama klassa og landa sínir frá því kvöldinu áður solid gold. GLATAÐIR og sennilega tvö lélegustu böndin sem ég sá á þessari hátíð!

Eftir þetta gat airwaves ekki farið annað en upp sem það síðan gerði. Ég verð að viðurkenna að ég sá ekki mikið af næsta bandi þar sem að ég var að reyna að sturta í mig eftir ógleðina sem hljómsveitin á undan var. En jæja kallin var mættur í fimta gír á The Teenagers sem mig minnir að hafi nú bara verið alveg fínir;)

En Fyrir mér var það næsta hljómsveit Friendly fires og late of the pier sem voru að gera það fyrir mig... bara eitt orð um þessi bönd að segja: fucking geðveikir! Þetta eru bönd sem að er vert að skoða nánar og voru sennilega með svona 5 bestu böndum hátíðarinnar af þeim sem ég sá! ég kem að því seinna hvaða bönd það voru sem stóðu upp úr!

Egill