Wednesday, October 3, 2007

Kynning á airwaveuppáhaldi Reynars

Komið þið sælir og blessaðir, Andri Már og Egill Limfagri. Ég ættla að pósta nokkrum færslum og hver færsla á við sitthvorn daginn á airwaves. Ég ættla ekki að seigja ykkur að fara eftir þessu .....þetta er meira minn þáttur í að vera með ykkur í anda og undirbúningi.
Það er algjör skylda að þið hittist yfir helgina og planið þetta yfir áfengi.....

Ég hef aðeins verið að fara í gegnum þennan lista af erlendum böndum og verið að fletta þeim upp og kynna mér nánar( allt sem að ég segi hér eru mínar skoðanir)

En af hverju er ég svona geðsjúkur að nenna að standa í þessu? Ég hef verið að seiga fólki frá þeim böndum sem að maður hefur gaman af og einnig verið að sýna systu hitt og þetta sem að maður hefur séð. Svo er aðal málið líka ÖLL BÖNDIN sem að maður hefur misst af á airwaves einfaldlega af því að maður kynnti sér málið ekki nógu vel.

Ef að ég hugsa aðeins til baka þá á Airwaves 006 spiluð tvö bönd sem að ég missti a fog þau eru uppáhalds hljómsveitirnar mínar núna.

Það hefur aldrei verið leyndarmál að erlendu böndin sem að koma og spila á airwaves eru bönd sem að eru allveg að fara meika það.

Ég sá Hot Chip áður en þeir urðu frægir og það voru hvað mest skemmtilega óvæntir tónleikar sem að ég hef séð.

Í fyrri missti ég af Datarock þó að Óli hafði sagt mér að sjá þá, ég missti af Walter Meego ....enginn sagði mer að sjá þá fyrr en eftir þeir voru búnir ....svo ég sá þá bara í Vancouver

En það eru líka geðveik bönd eins og The Go! TEAM og Klaxons sem að maður sér og það er geðveikt.

Ég hef alltaf farið á þessa hátíð með það mottó að sjá íslensku böndin en aldrei aftur, það er svo sem í lagi að fórna fyrir eitthvað mega gott og sjaldgjæft eins og þegar Apparat organ kvartet spilaði í hittifyrra og mugison þar áður. Tónleikahald á íslandi er er svo geðsjúklega öflugt að maður fær oftast færi á að sjá uppáhalsd innlendu böndin spila þannig að það er um að gera að reyna að sjá eitthvað nýtt.

Það er þá ekki eftir neinu að bíða....let´s go........party!!!!!!!!!!!

No comments: