Wednesday, October 3, 2007

Day ONE! Miðvikudagur

Ég verð að segja að þetta er ekkert sérstaklega spennandi miðvikudagur ég man bara hvað hann var góður í fyrra( sennilega af því að ég hélt meðvitund allt kvöldið)

En við fyrstu sýn þá er band sem að heitir SMOOSH og eru þau frá Seattle, þetta band er búið að vera túra með Block Party og Death cap for cutie og þetta eru tvær stelpur..........og það gæti kveikt í Andra ....en þar vandast líka málið, Egill þú mátt alls ekki fara með Andra á þessa tónleika því hann verður bara handtekinn því að þær eru því þær eru fæddar 92 og 94..litlar sætar systur.....sjá video..og myspace

Svo er líka shadow parade að spila seinna um kvöldið en þetta er á NASA


Hitt erlanda bandið sem að kemur til greina er frá Minneapolis og er meira electró, Þetta band er mega stóked að fá að spila á hátíðinni og ef ég á að segja allveg eins og er þá lítur það allveg vel út enda er
The Zuckakis Mondeyano Project að spila á eftir þeim og þó ég hafi ekki séð þá þá hef ég heyrt snildar hluti um þá.

http://www.myspace.com/solidgoldband

þetta er svona það eina sem að er spennó þennan dag....munið að vera fullir...aight

1 comment:

Egill said...

Miðvikudagurinn var nokkuð spes, að mínu mati besti miðvikudagur sem ég hef átt á airwaves. Við byrjuðum kvöldið á Nasa og sáum þar hljómsveit sem nefnist "single drop" og voru þeir bara nokkuð góðir.

Eftir það fórum við á organ og byrjuðum á að sjá hljómsveitina B-sig sem að mínu mati var hljómsveit miðvikudagskvöldsins, þeir Bjarki og félagar fóru hamförum og ég veit það Reynar að þú hefðir haft mjög gaman af þessu líka. Eftir það sáum við síðan Múgsefjun ég segi að þeir hafi verið góðir frekar en lélegir þó svo að þeir standi nú ekkert sérstaklega uppúr. Á eftir þeim var það síðan hljómsveitin sem við komum fyrir og það voru félagar frá leiðinlegasta landi i heimi : Bandaríkjunum... Þeir stóðu undir væntingum landa sinna og "suckuðu", í byrjun fannst mér eins og þetta væri upptaka og þeir að reyna að vera cool sem var eingan vegin að virka. GLATAÐIR LIVE!!!

Á eftir þeim fórum við Andri í þunglyndi yfir á NASA, sem var nú nokkuð viðeigandi fyrir okkur þar sem að lights on the higway tóku ný lög sem að voru alveg eins og öll hin og gátu þar að leiðandi ekki komið manni úr þunglyndinu, En það gerðu Shadow Parade þótt það hljómi ótrúlega þeir voru mjög skemmtilegir og alltaf gaman að fara með grúbbíu nr.1 á tónleika með þeim. Bara mjög fínir.

En þrátt fyrir mikið "solid gold þunglyndi" þetta kvöld, leysti bakkus alveg það mál og við Andri skemmtum okkur alveg konunglega. Man ekki eftir því að hafa drukkið jafn mikið á miðvikudagskvöldi!

Egill