Friday, October 5, 2007

Laugaradagararurinnn

Ég veit ekki alveg afhverju ég ætti að vera eyða tíma í þennan dag þar sem að Andri er 100% ákveðin í að sjá Bloc Party, en það er víst enþá séns á að plata þig Egill.

laugardagurinn er klárlega risastór og það er í raun langt síðan að jafn stór bönd og Bloc Party hafa spilað á Airwaves en ég ættla ekki að tala um þá.
Það eru þrír staðir sem að koma til greina fyrir lausarann Nasa, Gaukurinn og lista safnið
Byrjum á Nasa: þarna spila Ra Ra Riot frá US og (chk chk chk) einnig frá us ásamt Mugison, Dikta og mínus. ég er að fíla bæði böndin Ra ra riot er að byrja að spila aftur eftir smá hlé í sumar, en trommarinn þeirra fannst látin í einhverri á eftir eitthvað party stand í byrjun júní. Þaug hafa verið að fá geðveika dóma og þykja mjög lífleg á sviði, hafa verið að spila með Tokyo Police Club og voru víst geðveik á SxSW ssssssssspies hitt bandið (chk chk chk) er líka mjög áhugavert, hefur verið að spila með Red Hot Chili peppers og myndband með þeim er ...hér

Næst er það Gaukurinn: Þarna er ægilegt line-up Steed lord og FM Belfast representa ísland svo kemur snildin Bonde Do Role frá Brazil ég fíla þetta band geðveikt!! party og kynþokki (speis) "They make songs about partying, fucking, going to the beach, partying and fucking on the beach, secret agents and queuing at the post office,..." Þau spiluðu víst í Vancouver í sumar og er ég svoldið pirraður að hafa ekki séð það. Lagið sem að er í þessu myndbandi er í FIFA 08


Hitt Bandið eru svo snillingarnir í CHROMEO þeir eru frá Montreal í Kanada, en montreal hefur svoldið þetta orð á eins og ísland fyrir að vera framleiða góðar hljómsveitir, og þarna eins og á íslandi eru allir með 3-4 verkefni í gangi. þeir voru að spila í gær fimtudag hér í Vancouver og var löngu uppselt á þá.þetta er eðal gleði dans pop pillu tónlist (Speis)
Ég veit að þetta band byrjaði að fá einhverja spilun á íslandi snemma árs og náði einhverjum vinsældum þar, Gæjarnir í bandinu eru bestu vinir, annar er arabi og hinn er gyðingur( hahahah)
þeir hafa líka unnið mikið með DJ A-trak og bróður hans sem að er núna að Dj a fyrir KanYe West


Og svo er það lista safnið en ég þarf ekki að kynna ykkur fyrir því cock partyi

Ég mæli eindregið með gauknum ...en þar sem að ég veit hvað verður heitt þar og troðið þá mæli ég með að vera bara létt klæddur.... og ég vill sjá smá metnað í átfittum ykkar drengja......aight................................................Over n át ´n Airwaves 4 ever yo!

1 comment:

Egill said...

Jæja þá var það laugardagskvöldið, mjög gott kvöld þó svo að að föstudagskvöldið hafi nú staðið upp upp úr.

Þetta byrjaði á Gauknum með vinum hans Andra í "bertel", við náðum reyndar bara síðasta laginu en það var mjög gott og kom mér alveg hressilega á óvart, þetta var svona einskonar dub, eithvað sem ég er að fíla mjög mikið þessa dagana.

Eftir þeim kom einhver glataður dr.mista cover rappari og rak okkur hreinlega yfir á listasafnið sem að var mjög gott.

Því við sáum því hljómsveitina Jónas Sigurðsson sem að ég fílaði mjög vel, þetta var svona eins konar íslenskt þjóðlaga popp/rokk og á tímabili hélt ég að þeir væru að fara spila "hæ hó og jibbí jey það er kominn 17 júní", sem þeir gerðu reyndar ekki;)

Síðan voru það Hjaltalín sem mér fannst alveg góðir en ekki beint tónlist sem ég get hlustað mikið á.
Við fórum síðan út lentum bara á spjalli við skemtilegt fólk um leið og við drukkum bjór, á meðan Hafdís Huld lauk sér af á sviðinu.

Annuals voru því næstir og ég verð að segja að ég vona að ég sjái þá oftar því að þeir voru mjög skemmtilegir og eiginlega bara hið fullkomið band fyrir Bloc Party sem voru næstir á svið en við Andri reyndar mistum af þeim þar sem við skelltum okkur frekar á jeff who!!!

Grín! Auðvitað sáum við Bloc Party og þeir gjörsamlega lyftu þessari hátíð á hærra plan í gær ég sé ekki eftir að hafa farið og séð þá þó svo að ég sé búin að heira að chromeo hafi verið mjög góðir líka!

Lukum við síðan laugardagskvöldinu á pönk-geðveiki með morðingjunum.

Airwaves brátt á enda, það er bara "the magic numbers" sem að á eftir að spila og það gera þeir í dag!

Egill